Mikil hefð er fyrir íhugunarkristni í Mosfellsbæ. Á bæjarhátiðinni Í túninu heima býður kirkjan til eftirfarandi dagskrár í Mosfellskirkju og næsta nágrenni:

18:00 Kyrrðarbæn

Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir stundina í kirkjunni

18:30 Biblíuleg íhugun

Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina í kirkjunni

18:45 Göngutúr

Fólk getur valið á milli um að ganga sjálft um í nágrenninu eða taka þátt í leiddri náttúruíhugun

19:30 Hressing

Létt hressing en um leið saðsöm

20:00 Kvöldmessa

Lágstemmd stund í kirkjunni með mikla áherslu á íhugun, iðkun og söng. Góð leið til að undirbúa sig fyrir komandi viku. Þórður Sigurðsson, organisti, leiðir tónlistina. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.