Sumarnámskeið Lágafellskirkju 2021
fyrir 6 – 9 ára krakka (1. – 4. bekkur, fædd á árinu 2012 – 2015)

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik í bland við fræðslu, ævintýrum, söng og fjöri. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn. Boðið verður upp á pylsu & bulsupartý í hádeginu á föstudeginum. Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9 – 16 en húsið opnar kl. 8:45. Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.

Tímabil í boði:
Vika 1: 14. – 18. júní (8.000 kr.) – Frí fimmtudaginn 17. júní 2021
Vika 2: 21. – 25. júní (10.000 kr.)
Vika 3: 9. – 13. ágúst (10.000 kr.)
Vika 4: 16. – 20. ágúst (10.000 kr.)

Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Boga æskulýðsfulltrúa til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.


Dagskrá
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9 – 16, húsið opnar kl. 8:45. Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, ferðalög í nærumhverfi eða vettvangsferðir með strætó, föndur og spjall. Fáum einnig heimsókn frá orgelsmiðju þar sem krakkarnir fá að setja saman orgel (farandsorgel á hjólum) og leika á!

Fjör/útivera
Ævintýraferðir í náttúru Mosfellsbæjar, lengri ævintýra/vettvangsferðir með strætó, inni & útileikir, krítar og sápukúlur, hoppukastalar, þemadagar, hæfileikasýning, orgelsmiðja eru dæmi um dagskráliði sem hægt er að búast við yfir vikurnar.

Morgunstund
Á hverjum degi er sögð biblíusaga með litríkum hætti, unnið með hana ásamt því við syngjum hressa söngva.

Umsjón með námskeiðinu hefur Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi. Bogi hefur langa starfsreynslu af barna- og æskulýðsstarfi á vegum KFUM&K, Þjóðkirkjunnar, frístundaheimilum og leikskólum. Með honum verða einnig Bryndís Böðvarsdóttir og Þórður Sigurðsson, sem hafa bæði mikla reynslu af barnastarfi. Að auki fáum við lánaða unglinga til aðstoðar í gegnum vinnuskóla Mosfellsbæjar. Allt þetta verður sannarlega nýtt til þess að gera námskeiðin að skemmtilegri upplifun fyrir krakkana í sumar! Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bogi@lagafellskirkja.is

Skráning
Skráning á sumarnámskeiðin er hafin í skráningarkerfinu okkar. SMELLIÐ HÉR!