Starfslýsing æskulýðsfulltrúi Lágafelllssóknar 50 % starfshlutfall

Æskulýðsfulltrúi er ráðinn af sóknarnefnd Lágafellssóknar, starfshlutfallið er 50% og lýtur hann tilsjónar sóknarprests og/eða prests í störfum sínum.  Æskulýðsfulltrúi mótar stefnu og starf æskulýðsstarfsins í samráði við presta Lágafellssóknar og sóknarnefnd en  ábyrgð á efnistökum trúarlegs boðskapar alls starfsins er á höndum prestanna.

Vegna eðli kirkjulegs starfs, er ekki gert ráð fyrir að greidd sé yfirvinna, heldur gert ráð fyrir að æskulýðsfulltrúi skipuleggi safnaðarstarf á sínum vettvangi þannig að verkefni hans falli innan 50 % starfshlutfalls. Þannig má gera ráð fyrir að mæta þurfi kvöld og helgarvinnu, sem og vinnu á stórhátíðum með frítökurétti.

Í starfi æskulýðsfulltrúa Lágafellssóknar fellst skipulagning og umsjón með æskulýðsstarfi samkvæmt eftirfarandi:

Sunnudagaskóli:

Umsjón og skipulagning sunnudagaskólans í samstarfi við presta Lágafellssóknar og í samvinnu við organista safnaðarins sem leiðir tónlist. Sunnudagaskólinn er almennt í Lágafellskirkju, en fjölskyldumessur eru að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á önn. Stefnt skal að því að fjölskyldumessur tengi saman starf barna- og æskulýðsstarfs sóknarinnar og hefðbundinnar messur á forsendum beggja.

Starfið krefst undirbúnings og frágangs.

Æskulýðsstarf,

Æskulýðsfulltrúi skipuleggur vetrarstarf, áherslur og markmið í samstarfi við presta safnaðarins. Hefur umsjón með æskulýðsfundum og hefur með sér leiðtoga til aðstoðar. Um er að ræða vikulega viðburði. Krefst undirbúnings og frágangs.

Æskulýðsfulltrúi stuðlar að og eflir leiðtogaþjálfun og skapar tengsl við aðra hópa innan þjóðkirkjunnar sem koma að æskulýðsmálum. Þá skapar hann grundvöll fyrir og hefur umsjón með  þátttöku æskulýðsstarfsins í æskulýðsmótum á héraðs- og landsvísu.

Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í og aðstoðar á viðburðum tengdum fermingarstarfi, s.s. söfnun vatnsverkefnis og ferðir í Vatnaskóg.

Umsjón með samfélagsmiðlum, vefsíðu og foreldrasamskiptum

Æskulýðsfulltrúi sér um kynningar, auglýsingar og sýnileika æskulýðsstarfsins í samfélaginu. Hér er átt við að tryggja það að allt barna- og æskulýðsstarf sóknarinnar sé vel kynnt og auglýst og að á hverjum tíma séu réttar upplýsingar á samfélagsmiðlum um dagskrá starfsins og leiðtoga þess. Þá innleiðir og/eða stjórnar æskulýðsfulltrúi póstlistum og öðrum hópum á samfélagsmiðlum.

Æskulýðsfulltrúi sjái um samskipti við foreldra og  fái þá eftir atvikum að starfinu með börnum sínum, sérstaklega við sérstök tilefni eins og ferðir og æskulýðsmót, með sama hætti og þekkist í íþróttastarfi (þar sem foreldrar taka að sér liðsstjórn).

Sumarnámskeið:

Komi á og hafi umsjón með sumarnámskeiðum 2×2 vikur, í upphafi sumarfría hjá skólum og síðustu vikur fyrir kennsluupphaf.

Önnur tilfallandi verkefni

Æskulýðsfulltrúi situr vikulega samráðsfundi presta og starfmanna Lágafellssóknar. Æskulýðsfulltrúi kemur að og tekur þátt í sameiginlegum verkefnum æskulýðsstarfs í Kjalarnesprófastdæmi, aðstoðar við leiksskóla og skólaheimsóknir á aðventu og tekur eftir atvikum þátt í fjölskylduguðsþjónustum og helgihaldi á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar.

 

Lágafellssókn sér æskulýðsfulltrúa fyrir starfsaðstöðu og nauðsynlegum búnaði til starfsins. Með umsókn er veitt heimild til öflunar sakarvottorðs.