Í augnablikinu eru ekki fyrirhuguð námskeið í Krílasálmum

krilasalmar

Í Lágafellssókn hafa verið haldin tónlistarnámskeið sem kallast Krílasálmar. Námskeiðin eru haldin bæði í Mosfells- og Lágafellskirkju og eru nýjung í safnaðarstarfi. Námskeiðin eru ætluð ungabörnum undir eins árs aldri og foreldrum þeirra.

Á Krílasálmum er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra en rannsóknir sýna að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Í kennslunni eru einkum notaðir sálmar og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Mikil áhersla er lögð á að örva skilningarvit barnanna með ýmsum aðferðum s.s. bjöllum, slæðum, reykelsi, sápukúlum og vatnsúða svo eitthvað sé nefnt.

Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni. Það krefst ekki sérkunnáttu að syngja fyrir börnin okkar. Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.

Berglind Björgúlfsdóttir hefur umsjón með námskeiðunum en hún hefur mikla reynslu af að vinna með börnum og heldur svipuð námskeið í öðrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að senda fyrirspurnir á Berglindi á netfangið  barnakor@gmail.com