Vorönn 2024 í Lágafellsókn

Upphaf barnastarfsins hefst með fjölskyldumessu 7. janúar kl. 13 í Lágafellskirkju.

Barnakórinn
Kóræfingar á mánudögum í safnaðarheimilinu. Nýir söngfuglar hjartanlega velkomnir! Hafið samband við kórstjóra: Valgerður Jónsdóttir

4. – 7. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 15:15 – 16:00
1. – 3. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 16:15 – 17:00

NTT Æði-flæði
Mánudaga kl. 16 – 17:15 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Námskeið í 6 skiptið fyrir 9 til 12 ára krakka.
Hefst 22. janúar til 26. febrúar og endar með uppskeruhátíð á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar í fjölskyldumessu 3. mars kl. 13 í Lágafellskirkju.
Lögð verður áhersla á leiki, leiklist, föndur og skreytingargerð fyrir æskulýðsdaginn. Ókeypis námskeið, takmarkað pláss og skráning nauðsynleg HÉR

Æskulýðsfélagið ósoM
Á þriðjudögum kl. 20 – 21:30 í safnaðarheimilinu (húsið opnar kl. 19:30). Á dagskránni eru leikir, flipp & fjör. Helgina 16. – 18. mars verður stefnt á að fara á æskulýðsmót ÆSKHí Vatnaskógi. Umsjón: Bogi, Hákon, Petrína og Sigurður Óli.

Foreldramorgnar
Hefjast aftur fimmtudaginn 11. janúar kl. 10 – 12 í safnaðarheimilinu. Kríli og krútt velkomin í fylgd með fullorðnum. Heitt á könnunni og meðlæti ávallt í boði. Umsjón: Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, guðfræðingur og Andrea Gréta Axelsdóttir, kirkjuvörður.

Fermingarfræðsla
Heldur áfram sínu striki frá og með þriðjudeginum 9. og miðvikudeginum 10. janúar. Prestar og fermingarfræðarar senda forráðafólki póst með nánari upplýsingum.

Bogi Benediktsson

10. janúar 2024 10:10

Deildu með vinum þínum