
Sunnudaginn 13. ágúst verður aftur boðið upp á göngu frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 18. Hluti af göngunni verður í þögn og iðkuð verður íhugunaraðferðin Náttúru Divina sem félagar úr Kyrrðarbænasamtökunum munu leiða. Náttúru Divina er afar einföld iðkun sem verður útskýrð á staðnum. Upp úr kl. 19 verður snætt nesti og spjallað saman í skrúðhúsi Lágafellskirkju. Fólk getur mætt með nesti eða þegið léttar veitingar sem Lágafellssókn býður upp á. Loks hefst messa með íhugunarívafi kl. 20 í umsjá sr. Arndísar Linn. Hægt er að mæta eingöngu í gönguna eða eingöngu til messunnar eða hvoru tveggja eftir því sem hentar.
Verið öll hjartanlega velkomin og klædd eftir veðri.
Bogi Benediktsson
8. ágúst 2023 14:29