Núverið var staða prest í Mosfellsprestakalli auglýst hjá Þjóðkirkjunni. Fjögur sóttu um, valnefnd komst að niðurstöðu og Biskup Íslands staðfesti.

Þær gleðifregnir eru að sr. Henning Emil Magnússon, snillingur með meiru, var ráðinn til starfa hjá okkur! Við í Lágafellssókn höfum fengið að njóta starfskrafta Hennings Emils síðastliðin vetur (…sem er ennþá eiginlega í gangi)… þar sem hann hefur sinnt afleysingu í leyfi sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests. Þau sem vilja kynnast nýja prestinum betur þá bendum við á skemmtilega frétt um ráðninguna inn á kirkjan.is

En sr. Ragnheiður lét nýlega af störfum og því losnaði staða prests. Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur einnig óskað eftir því við Biskup Íslands, Frú Agnesi M. Sigurðardóttur að sr. Arndís Linn verði skipuð sóknarprestur í stað sr. Ragnheiðar. Biskup Íslands hefur líka staðfest það. Það eru því sannarleg tímamót í Lágafellssókn.

Bogi Benediktsson

25. maí 2023 12:46

Deildu með vinum þínum