Kl. 11: Blessunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju þar sem skírnarbörn vetrarins og fjölskyldum þeirra eru boðin hjartanlega velkomin. Stundin verður með krílasálmasniði í umsjá Áslaugu Helgu Hálfdánadóttir, Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur og presta kirkjunnar. Sungnir verða krílasálmar þar sem börnin eru virkjuð í hreyfingu og skynjun á forsendum krílana. Stund sem fjölskyldan getur notið saman í kirkjunni.

Kl. 14: Hestamannaguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Kirkjureið hestamanna að Mosfellskirkju, lagt af stað ríðandi frá Naflanum kl. 13. Ræðumaður. Jónína Sif Eyþórsdóttir sóknarnefndarkona, verkefnastjóri útbreiðslu og kynningarmála LH og framkvæmdastjóri ÆSKÞ. Sr. Arndís Linn þjónar. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista. Kirkjukaffi í Harðarbóli eftir guðsþjónustu.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju (í fleirtölu) hvort sem þið eruð ríðandi, tveimur jafnfótum eða hvernig sem ferðamátinn er!

Bogi Benediktsson

12. maí 2023 09:00

Deildu með vinum þínum