Íhugunarguðsþjónusta kl. 20 í Lágafellskirkju. Tónlist sem leikin verður á fetilgítar af Ómari Guðjónssyni.
Þar verður lögð áhersla á að vera í vitund sem er íhugul um leið og hlýtt er á tónlistina. Hver og einn kirkjugestur fær að upplifa stundina á eigin forsendum. Það er afar mikilvægt að rækta sitt andlega líf og veita hlutum athygli, njóta líðandi stundar og kyrra hugann. Það hefur verið sýnt fram á að ef tekinn er frá tími í andlega rækt og íhugun styður það við heilsuna og styrkir fólk í að takast á við það sem mætir því í lífinu. Ómar Guðjónsson gaf nýlega út Óma fortíðar þar sem hann útsetti sígíld íslensk sönglög og sálma fyrir fetilgítarinn. Fetilgítarinn er töfrandi hljóðfæri sem hægt er að magna fram heillandi hljóðheim á.
Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.

Eftir stundina verður kaffisopi og samfélag í skrúðhúsinu.

Öll velkomin.

Bogi Benediktsson

4. maí 2023 14:01

Deildu með vinum þínum