Við hvetjum Mosfellinga nær & fjær að fjölmenna á hjólum, tveim jafnfótum eða á þrem til fjórum hjólum á VORHÁTÍÐ BARNASTARFSINS í Lágafellskirkju sunnudaginn næstkomandi, 30. apríl kl. 13 – 15:30 Hátíðin hefst með stund inn í kirkju þar sem barnakórinn syngur, kórstjóri er Valgerður Jónsdóttir. Við heyrum sögu, brúðuleikrit og í lok stundar geta allir fengið með sér heim blóm og plöntur í gjöf frá kirkjunni. Hinar hefðbundnu grænu gjafir verða einnig á sínum stað (litabækur, límmiðar, fjársjóðskista og bókamerki). Svo verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í kirkjuportinu: veitingar, hoppukastalar og Dr. Bæk mætir í heimsókn. Tilvalið að koma hjólandi og hjólalæknirinn fer yfir þau fyrir sumarið. Umsjón: sr. Arndís Linn, Bogi æskulýðsfulltrúi, Andrea og Sigurður Óli. Tónlist: Þórður Sigurðarson og Valgerður Jónsdóttir. 
Öll hjartanlega velkomin!

Bogi Benediktsson

28. apríl 2023 09:01

Deildu með vinum þínum