Við Lágafellskirkju er starfandi glænýr barnakór en æfingar hófust í september á nýliðnu ári. Það er Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkona og kennari sem stjórnar kórnum, en hún hefur áralanga reynslu í tónliastarvinnu með börnum og ungmennum. Starfið hefur gengið vel þessa fyrstu önn og nú eru í kórnum tíu félagar í 1. – 4. bekk. Kórinn æfir á mánudögum kl. 16.15-17 í safnaðarheimilinu í Þverholti og kemur reglulega fram í Lágafellskirkju. Nú í desember heimsótti hópurinn einnig hjúkrunarheimilið Hamra og vakti sú söngheimsókn mikla lukku. Stefnt er á fleiri söngheimsóknir hér í Mosfellsbæ á vorönn. Nýir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir og er best að hafa samband við Valgerði kórstjóra á valgerdur@lagafellskirkja.is ef þið eigið áhugasaman söngfugl sem langar að syngja í skemmtilegum hóp. Stefnt er á að bjóða líka upp á kórastarf fyrir krakka í 5. – 6. bekk og fara æfingar af stað um leið og kominn er nægur fjöldi. Á dagskránni hjá þeim hópi er að taka þátt í landsmóti barna- og unglingakóra í vor, sem er frábær upplifun fyrir krakka sem hafa gaman af tónlist og söng. Ef þú átt barn í 5. – 6. bekk sem hefur áhuga á að vera með í skemmtilegu tónlistarstarfi þá hafðu endilega samband gegnum netfangið hér að ofan. Söngurinn bætir, hressir og kætir. Athugið að fyrirhugaður æfingatími fyrir eldri hópinn er mánudagar kl. 15.15-16.

Með kveðju frá, Valgerði kórstjóra.

Nánari upplýsingar bakvið þessa SMELLU eða senda kórstjóranum póst.

Bogi Benediktsson

12. janúar 2023 08:59

Deildu með vinum þínum