Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hjálparsjóð Lágafellssóknar fyrir jólin 2022. Jólaaðstoðin felst í inneignarkorti í matvöruverslanir.

Ýmis frjáls félagsamtök og einstaklingar í Mosfellsbæ gefa rausnarlega í sjóðinn á ári hverju og eru stykrir veittir til þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem búsett eru í Mosfellsbæ og þurfa aðstoð fyrir jólin. Tekið er á móti umsóknum í gegnum netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is til og með 10. desember 2022. Styrkir verða afhentir 13. og 14. desember.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja með umsókninni eru: Nafn, kennitala og heimilisfang. Fjölda heimilisfólks og aldur, atvinnu/atvinnuleysi/örorku og stuttan rökstuðning fyrir umsókninni.

Nánari upplýsingar veita:
Sr. Arndís: arndis@lagafellskirkja.is
Sr. Henning Emil: henningemil@lagafellskirkja.is

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. desember 2022 08:59

Deildu með vinum þínum