Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Jól í skókassa. Barna- og æskulýðsstarfið lætur gott af sér leiða dagana 1. – 6. nóvember með því að taka þátt í tveim verkefnum:

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
Miðvikudaginn 2. nóvember ganga fermingarbörn milli 17:30 – 21:00 í hús í Mosfellsbæ og safna peningum til styrktar fátækum í Afríku.
Börnin safna peningum fyrir vatnsverkefnum í tveimur löndum í Afíku: Úganda og Eþíópíu.
Söfnunin er fastur liður í fermingarfræðslustarfi á öllu Íslandi en á undan fræðast börnin um líf og starf barna í Afríku.
Hvetjum við alla Mosfellinga til að taka vel á móti fermingarbörnunum.

Jól í skókassa – skiladagur laugardaginn 12. nóvember
Síðan árið 2004 hefur verkefnið Jól í skókassa sent til munaðarlausra barna í Úkraníu á hverju ári 3000-5000 jólagjafir í skókössum. Og nú er þörfin en meiri.

  • Æskulýðsfélagið ósoM verður með Jól í skókassa fund þriðjudagskvöldið 1. nóvember kl. 20 – 21:30
  • Sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju 6. nóvember kl. 12 – 14 verður opið hús (kirkja) þar sem hægt er að gera skókassa og taka þátt í verkefninu. Lokaskiladagur er laugardaginn 12. nóvember.

Bogi Benediktsson

1. nóvember 2022 11:38

Deildu með vinum þínum