Við hvetjum Mosfellinga nær & fjær að fjölmenna á hjólum, tveim jafnfótum eða á þrem til fjórum hjólum á VORHÁTÍÐ BARNASTARFSINS í Lágafellskirkju sunnudaginn næstkomandi kl. 13. Hátíðin hefst með stund inn í kirkju þar sem við syngjum, heyrum sögu en eftir stundina verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í kirkjuportinu. Tilvalið að koma með hjólin og hjólalæknirinn fer yfir þau fyrir sumarið. Umsjón: sr. Arndís Linn, Bogi æskulýðsfulltrúi, Bryndís og Sigurður Óli. Tónlist: Þórður (píanó) og Borgþór (kontrabassi). 
Öll hjartanlega velkomin!

Bogi Benediktsson

6. maí 2022 09:04

Deildu með vinum þínum