Þá rennur upp ein umfangsmesta fermingarhelgi í Mosfellsbænum, en í fyrsta skipti í sögu sóknarinnar verður fermt bæði á laugardegi og sunnudegi . Tæplega 60 börn verða fermd í fjórum athöfnum, á laugardag kl. 10:30 og 13:30 í Lágafellskirkju og á sunnudag kl. 10:30 í Lágafellskirkju og 13:30 í Mosfellskirkju. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiða helgihaldið.  Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista og Birkir Blær Ingólfsson leikur á Saxófón. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir og konur úr Kvennfélagi Mosfellsbæjar aðstoða.  Þá mun skráning fyrir fermingardaga næsta vors hefjast rafrænt að morgni 9. apríl.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

8. apríl 2022 09:58

Deildu með vinum þínum