
Sunnudagur 20. mars í Lágafellskirkju
Guðsþjónusta kl. 11 & bangsa- og dúkku sunnudagaskóli kl. 13
Þriðji sunnudagur í föstu
Kl. 11: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista.
Kl. 13: Bangsa- og dúkku sunnudagaskóli. Öll börn (og foreldrar ef þau vilja) hvött til þess að mæta með kæru tuskudýrin sín eða dúkkurnar. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit.
Umsjón: Bryndís, Sigurður Óli og Þórður.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju!
Bogi Benediktsson
18. mars 2022 11:40