Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 & sunnudagaskóli kl. 13
í Lágafellskirkju
Sunnudagurinn 3. október 2021

Kl. 11: Komið er að annarri fjölskylduguðsþjónustu vetrarins sem verður að jafna fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Guðsþjónustan verður söltuð og lýsandi!
Umsjón: sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista.

Fermingarkrakkar og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin!

Guðspjallið:
Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.
Matt 5.13-16


Kl. 13: Sunnudagaskólinn verður á sínum stað, í Lágafellskirkju kl. 13. Söngur, biblíusaga, leikur, Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn.
Krakkarnir fá með sér heim grænar gjafir frá kirkjunni!

Verið velkomin!

Bogi Benediktsson

1. október 2021 09:00

Deildu með vinum þínum