Við hjá Lágafellssókn vísum um verslunarmannahelgi kirkjugestu til Hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju sunnudaginn 1. ágúst kl.14. Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir sálmasöng ásamt kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ritningalestra lesa ritari og gjaldkeri sóknarnefndar Reynivallasóknar Sigrún Finnsdóttir og Regína Hansen.

Formaður framkvæmdarnefndar Finnur Pétursson Káranesi tekur fyrstu skóflustung að aðstöðuhúsi milli kirkju og kirkjugarðs. Formaður sóknarnefndar Hulda Þorsteinsdóttir Eilífsdal kynnir lagfæringar á kirkjugarði.

Kaffi, meðlæti og spjall á pallinum við prestssetrið eftir messuna. Allra sóttvarna verður gætt.

ATH! Gerði er fyrir hesta við hlöðuna neðan við Reynivelli.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. júlí 2021 10:54

Deildu með vinum þínum