Það er ánægjulegt að segja frá því að farsælum framkvæmdum við Lágafellskirkju er lokið. Skipt var um þakjárn og þakpappa og kom í ljós að engar skemmdir voru í timburverkinu og því gekk verkið fljótt og vel. Kirkjan var af þessu tilefni lokuð í tæpar átta vikur og var tækifærið nýtt til að gera ýmiskonar smávægilegar breytingar og lagfæringar, m.a. á rafmagni og vatnsinntökum og hljóðkerfi kirkjunnar. Meðfylgjandi eru myndir af kirkjunni og prestum safnaðarins.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. júlí 2021 14:07

Deildu með vinum þínum