
Nú hefur Lágafellskirkja verið opnuð aftur og fyrstu athafnirnar verða laugardaginn 15. júlí þar sem bæði skírnir og hjónavígslur eru á dagskrá. Fyrsta guðsþjónustan verður sunnudaginn 17. júlí kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald og flytur hugvekju. Hrönn Helgadóttir organisti leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari er Bryndís Böðvarsdóttir. Öll eru hjartanlega velkomin !
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
15. júlí 2021 16:04