Myndasmiður: Bryndís Böðvarsdóttir

Sunnudagurinn 30. maí 2021 í Mosfellskirkju
Prédikun eftir sr. Sigurð Rúnar Ragnarsson
Trinitatis – Dagur hestamanna
Mt. 28.18-20

Við skulum sameinast í bæn til Drottins:
Gefðu oss Guð, hér farsælt líf,
af gæsku þinna mildu handa.
Fái þín sköpun, fulla hlíf,
hún finni ráð í hverjum vanda.
Verði þinn vilji, veit oss náð,
vek í oss kraft í lengd og bráð,
í nafni Guðs föðurs, sonar og heilags anda. Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen.
Vald mannsins er ekki vald Guðs, og umboð mannsins er aðeins fólgið í því að hann skilji hvernig Guð vill að hlutum sé fyrir komið.
Það er fyrst og fremst í ljósi og hlutverki hins dygga ráðsmanns. Sem og trúar. Að rækja sitt hlutverk af dyggð er kostur. Trú er sannfæring um hluti sem við sjáum ekki. Margt er þar sem hulið er spekingum, en náttúrbarnið á sinn einfalda hátt skynjar og nemur vissa þætti sem gefa lífinu gildi. Að lifa í sátt við umhverfi sitt, hlúa að, rækja af kostgæfni og vernda. Það á við um allt líf. Þótt Jesús segði: ”Allt vald er mér gefið á himni og jörðu”, þá gildir það ekki fyrir manninn að nota sér allt vald. En allt hið skapaða lýtur valdi Guðs. Lögmál hans er manninum framandi. En maður¬inn seilist í það vald að mega breyta eða með¬höndla allt hið skapaða.
Meðan náttúran ein fær að vera í friði, kemur eðlilegt náttúruúrval best fram í viðhaldi og við-gangi tegundanna sjálfra. Það á því t.d. einnig við um heil¬brigði, skap¬gerð og alla eðlis¬um¬gjörð hestsins okkar. ,,Hesturinn skaparans meistara mynd, mátturinn steyptur í hold og blóð“,, kvað skáldið Einar Ben um þennan dýrgrip skaparans.
Þegar við fjöllum um íslenska hestinn erum við að fjalla um dýrgrip sem geymir í sér arf genginna kynslóða, bæði eigin ættstofns innan blóðband¬anna og ekki síður ræktendanna sem hafa mótað hann til sinnar myndar. Við getum rakið útlit hestsins af frásögn¬um í sögum, og sjáum hvernig hesturinn hefur vaxið bæði af lífshæfni og snerpu og breyst í útliti og hæfileikum.
Hann hefur líka orðið óþrjótandi við¬fangsefni bæði skálda, lista¬manna og ekki síst tamn¬inga-manna, sem hafa náð fram hans bestu og helstu kostum. Hann hefur heillað fólk í öllum heims-álfum og fengið klapp og lof þúsunda aðdáenda sinna um heim allan. Í þessu sambandi kemur upp bæði minning um horfna góðhesta og gengna frum¬kvöðla, sem aldrei töldu tímann í mín¬útum, heldur vörðu hverri stund samskipta í tjáningu um hestinn eða til hans. Og það hefur ráðið úrslitum um að við eigum enn hreinræktaðan hest í landinu. Megi svo verða um ókomin ár.
Allt frá barnæsku snerist líf mitt um hesta, með skólagöngu unglings og fram á fullorðinsár. Hann bauð mér ótal ævintýri og gleðistundir ómældar.
Mig langar að fjalla um sjálfan mig hér við starfslok og þau einstæðu áhrif sem hann hefur haft og breytt lífi mínu á marga vegu, orðið bæði gleði og raun. Að unglingsárum slepptum, tók við nám í Menntaskólanum á Akureyri.
Ég var ekki búinn að vera lengi í skólanum Þegar ég fann fyrir þörf minni að fá að umgangast hesta. Mig vantaði bragðefni með náminu. Fljótlega komst í í kynni við hestamenn á Akreyri og myndaðist vinátta við einn ákveðinn mann er bjó í næsta nágrenni við skólann. Til hans mátti ég koma í hesthúsið, og smám saman fékk ég að kynnast hans miklu reiðhestum sem voru langtum meiri en ég hafði kynnst í sveitinni heima.
Hér urðu kaflaskil. Ég féll fyrir hestinum og féll í náminu. En það gerði mér engan skaða, ég tók bekkinn upp aftur og naut hestanna æ meir.
Á þessum árum var Búvörudeild Samb¬andsins að taka upp útflutning á hestum með flugi. M.a komu hestakaupmenn norður og síðan voru hestar fluttir frá Akyreyri út með flugi.
Þetta var algert ævintýri. Ég stefndi á það að verða þátttakandi í þessu ævintýri. Eftir samtal við þann mann sem hafði mest áhrif á mig Gunnar Bjarnason þ.v. ráðunaut, var teningunum kastað.
Allt var kortlagt út frá þessu. Ég fór til Þýska-lands haustið 1973 og var til jóla. Nægilega lengi til að fá yfirsýn yfir búgarða og ræktendur, auk þess að vinna hjá sumum þeirra. Heim kominn fór ég austur, heim í Neskaupstað og gerðist barna¬skólakennari.
Þann vetur féllu snjó¬flóð á bæinn. Óvænt atvik ráða oft miklu. Ég breytti um og fór í guðfræð-inám í H. Í. 1975 um haustið. Kennslan, aðstæður og ástand barn¬anna í bekknum réði miklu um þessa ákvörðun.
Ég lærði margt í guðfræðini og reyndi að vera virkur. En það var útþrá og efi. Útþrá og söknuður vegna frelsisins sem fylgdi hestunum og efi hvort ég yrði góður prestur. Hvað tæki svo við?
Ég gerði upp hug minn að loknu jólaprófi 1976. Ég fór í uppgjör við aðstæður og hvarf frá námi. Það er ekki átakalaust og ég orti ljóð, nk. uppgjör við Guð og fræðin, haustið 1977 sem hefur fylgt mér, en aðeins verið birt í Hestinum okkar nokkrum árum seinna; meðan það blað var og hét.
Ég var lausamaður við búvörudeild og rak um tíma tamningastöð og aðstoðaði erlenda kaup¬endur við kaup á hestum.. Ég fór með hesta til Ameríku Lon Island en þar var verið að setja á laggirnar þjálfunarstðöð fyrir fötluð börn á hestbaki. Leiðin lá svo þaðan til Kandada með aðra hesta úr sömu sendingu. Allt var að gerast.
Við hjónin fluttum svo í Mosfellsbæinn 1977 og keyptum hesthús á Varmár¬bökkum og ljóst var að hægt var að hafa hesta¬mennskuna með öðru dag¬legu starfi, mér fannst ég vera á réttri hillu. Hestamennskuna gat ég ekki gert að fullri atvinnu en hugurinn vildi þangað. En margt annað réði því að minn tími var ekki kominn. En ljóðið sem ég samdi og leit á sem uppgjör við guðfræðina 1976 er svona:

Draumflug
Við gæðingsins háttstemmda hófadyn,
Hafa margir draumar náð að rætast.
Þar getur sálin fundið sannan vin,
ef saman beggja gleði nær að kætast.
Og nái að fléttast hugur þinn við hönd,
í hestsins geð til hörpu lífsins strengja,
Þá rofna aldrei bernsku þinnar bönd,
sem börnin ein við náttúruna tengja.

Við finnum aldrei okkar innri mann,
ef við engum sýnum kærleikann.
Þvi hver og einn er skilur hestasál,
hefur eignast annað tungumál.
Um draumahestinn dreymir okkur flest,
og dag einn ber hann fyrir eins og gest.
Ég bað í hljóði er birtist þessi sýn,
að bundist honum gætu örlög mín.

Ég sá hann stoltan stikla fjallabrún,
og stuttu seinna bar hann yfir tún.
Er til mín leit og ákafur hann stökk,
þá undan hófum neistaregnið hrökk.
Svo fallegur hann fyrir augum stóð,
með fjörleg augu logandi sem glóð,
Hann frísaði svo freyddi um hans vik,
ég fann að ekkert dugði lengur hik.

Ég sælu fann er settist ég á bak,
söng þá grundin mjúk við hófatak.
Við saman liðum inn í landsins fang,
og léttur folinn hafði allan gang.
Hve ljúfur var og leikandi við taum.
ég leyfði mér að kalla þetta draum.
Í blænum upp í fang mitt faxið stóð,
er fákurinn af krafti grundir óð.
Er fetgangi hann fékk að beita um stund,
færði dagsins blik mér gull í mund.
Ég fann að okkar sama átti geð,
á óskastund er atvikunum réð.
Í sömu hending liggur gatan greið,
hann grípur nokkur stökk og síðan skeið.
Ég tek í fax, en tauminn slakan hef,
á taugum spenntur frelsið honum gef.
Við fórum ört á flugi yfir geim,
í fjarska sá ég birtast nýjan heim.
En ofar hærra út við ystu rönd,
eilífðar þar lágu beitlönd.
Þar hestar gengu í gríðarstórri hjörð,
er gistu allir fyrrum okkar jörð.
Í stóði þar ég þekkti margan grip,
er þarna mátti líta rétt í svip.

Í langan tíma lægð´i ei þennan sprett,
léttum kostum þaut hann yfir vang.
En takmörk eru öllum einhver sett,
og einnig þeim er færist stórt í fang.
Ég flötum lófa fast á makkann sló,
svo folinn ólmur upp af skeiði hrökk,
Mér lífið fannst að fyndi aftur ró,
en fótum barin jörðin stundi klökk.

Ennþá var ei endalokum náð,
því áfram geystist klárinn yfir láð.
Með kraftsins vilja voru sporin lengd,
og virtust jörð og himinn vera tengd.
En nú mér fannst að ég fengið hefði nóg,
er folinn rann í gegnum dimman skóg.
Ég greip í mesta flýti fast um taum,
og feginn vildi stöðva þennan draum.

Af hröðu stökki loks lét undan síga,
er léttan fetgang aftur mátti stíga.
Hans mikla skap nú mýktist allt á ný,
er makkinn seig og lund varð aftur hlý.
Á leiðarenda mig að lokum bar,
ég lofaði að segja aldrei hvar.
Þær sækja á hugann þessar minningar,
þótt ekki finnist heldur nokkurt svar.

En engin hugsun finnst mér fullkomuð fyrr en maður sáttur er við Guð. Og ég yfirgaf guðfræðina í leit að hestinum á ný.
Mér fannst líf mitt öðlast frelsi. Mér buðust ótal mörg tækifæri og mörg gleðiefni á næstu árum. Ég vil stikla á stóru, en tvisvar fóru fram stór-sýningar gæðinga og hestamanna á Mela-vellinum um hvítasunnu árin eftir 1977 og 1979. Nú áttu hesta¬menn aðeins eina ósk að myndi rætast.
Reiðhöll. Ég varð framkvæmdastjóri L.H. á þessum tíma og það voru nýir tímar í kortunum. Hestamennsk¬unni óx fiskur um hrygg, æ fleiri urðu félagsmenn í hestamannfélögum. Mótahald breyttist og hestaí¬þrótta¬mót urðu æ fleiri og vinsælli. Félag tamningamanna var komið til sög¬unnar. Í Frey mátti lesa þessa grein:
,, Í janúar 1984 héldu ýmsir áhugasamir aðilar fund um málið og kusu nefnd til að annast undirbúning að byggingu reiðhallar og vinna að stofnun hlutafélags um fyrirtækið. Stofnfundur samtakanna var síðan haldinn sunnudaginn 20. maí 1984 en framhaldsstofnfundur var haidinn 12. janúar 1985, og þá var um leið safnað hlutafjárloforðum”. Reiðhöllin varð að veruleika.
Hér var einn stærsti draumur hestamanna að rætast á afmælisdegi mínum: Þessi bygging skipti sköpum fyrir alla möguleika hestaíþrótta að blómgast. Reksturinn var erfiður á köflum, en fleir reiðskemmur og aðstað var gerð víða um landið fyrir hestamenn. Og svo voru hestaíþróttir samþ