Myndagetraun: Hver er æskulýðsfulltrúin og hver er aðstoðarleiðtogin?

Í gær, mánudaginn 31. maí var LOKSINS útskrift úr leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar í Grensáskirkju. Loksins því þrisvar sinnum hefur útskriftinni verið frestað. Markmiðið með leiðtogaskólanum er að efla og þjálfa unga verðandi leiðtoga til starfa fyrir kirkjuna sína. Kirkjurnar geta sent efnilega aðstoðarleiðtoga í leiðtogaskólann til þess að styrkja þau í störfum sínum. Krakkarnir læra ýmisleg tæki og tól sem nýtist þeim í starfi sínu í kirkjunni og í lífinu.

Í vetur hefur nefnilega efnilegur aðstoðarleiðtogi frá Lágafellssókn, Sigurður Óli Karlsson sem er á 16. ári, tekið þátt í æskulýðsstarfinu ósoM og sunnudagaskólanum sem leiðtogi. Leiðtogaskólinn hefur svo eflt hann til muna og útskrifaðist hann af fyrra árinu af tveim.

Við í Lágafellssókn óskum honum til hamingju og hlökkum til samstarfsins í komandi framtíð!

Bogi Benediktsson

1. júní 2021 11:59

Deildu með vinum þínum