
Frá og með 25. maí – 15. júlí verður Lágafellskirkja lokuð vegna viðhaldsframkvæmda á þaki kirkjunnar. Nú í gær, fimmtudaginn 27. maí hófst uppsetning á pöllum í kringum kirkjuna í góðu veðri. Sóknarnefnd Lágafellssóknar samdi við verktakann ÁE Tré EHF til að sjá um framkvæmdina á þakviðgerðunum.
Eins og sjá má á myndum er útlitið á kirkjunni okkar eilítið frábrugðið því sem á að venjast:
Einnig á sama tíma var starfsfólk Lágafellssóknar búið að skipuleggja skemmti-tiltektardag í kjallara Lágafellskirkju. Enda var tími til kominn til. Í vetur urðu vatnsskemmdir í kjallaranum, taka þarf því út allt sem er þarna inni, fara yfir, þrífa og setja aftur inn. Í leiðinni voru bekkir í kirkjugarðinum pússaðir og málaðir.
Bogi Benediktsson
28. maí 2021 10:39