Sameiginlegir sunnudagaskólar í safnaðarheimili Lágafellssóknar 2x & 2x í Brautarholtskirkju

Þar sem að fermingar eru hafnar víða í kirkjum landsins, þá þarf sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju að flytja sig um set í 4x skiptið. Kom þá upp sú skemmtilega hugmynd að skella í sameiginlegan sunnudagaskóla í 4x skiptið á milli Mosfellsprestakalls og Reynivallaprestakalls, sem eru samstarfsvæði. Í hverjum sunnudagaskóla verður mikið sungið, biblíusaga, leikir og haft gaman saman. Í lok hverns sunnudagaskóla fá börnin miða og fjársjóðskistu til að taka með heim.

Sunnudagana 21. & 28. mars kl. 13 verður sunnudagaskólinn haldinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar, að Þverholti 3, 2. hæð.

Sunnudagana 11. & 18. apríl kl. 13 verður sunnudagaskólinn haldinn í Brautarholtskirkju, á Kjalarnesinu.

Þetta er kjörið tilefni til þess að skella sér í sunnudagsbíltúr, hvort sem mosfellingar skelli sér upp á Kjalarnes eða kjalnesingar í Mosfellsbæ. En allir eru velkomnir!

Umsjón með sunnudagaskólunum hafa í þessi skiptið: Bogi, Petrína, Þórður, sr. Arna og fulltrúar frá Brautarholtskirkju.

Hlökkum til að sjá ykkur!

p.s. minnum á grímuskyldu og allar sóttvarnarreglur virtar.

Bogi Benediktsson

15. apríl 2021 15:00

Deildu með vinum þínum