Lágafellskirkja
Páskadagur 2021 – Gleðilega páska!!
Guðspjall: Jóh 20.1-10 / Jóh. 20. 1-18

Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesús Kristi. Amen.
Minnumst Drottins á páskum með þessum orðum:

Að gröfinni María blómin sín ber,
blíð hún vill að Kristi sínum hlúa.
Hún fljótlega einnig steininn stóra sér,
af staðnum velt,- hver mun þessu trúa?
Hún fer inn í gröfina, og gætir vel að,
getur ei annað en hugsað um vin,
ónotalegt er þar á þessum stað,
þó fylgi henni samstíga María hin.

Þá birtast þeim talandi verur tvær,
til hliðar við báðar, sjá þar stendur Kristur!.
Við konurnar, sem færast nær og nær,
nú mælir blíðum rómi við þær systur:
Kristur segir; ,,Kona hví grætur þú,
komuð þið hingað til þess mig að finna?“
En María spyr hann; – ,,Hvar er Kristur nú?“
Hún þráði látnum vini að fá að sinna.

Hann mælir og þekkist hans þýða rödd;
,,Það er ég,- sjáðu ,- en snert mig engill!,
Þú gætir nú verið í vafa stödd,
er veitist að sjá mig á páskadegi.
Kallar til ferðar faðir sem öllu ræður,
fullnast tími minn hér á jörðu núna.
Far þú til baka undirbú þína bræður,
sem bíða, en vitna skaltu um trúna“.

,,Ég stíga mun upp til föðurins fyrir yður.
Faðir minn á himni einn þessu stjórnar.
Og vegna þessa kærleiks kemur friður,
er Kristur varð að lambi páskafórnar.
Í nafni Guðs föður, ég ykkar lífi hef lifað,
ljúfur gengst við þessu; Allt ég megna.
Allt mun rætast, allt sem áður var skrifað;
elska Guðs er ómæld ykkar vegna“. Amen.

Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Höfundur er prestur í Mosfellsprestakalli.

Bogi Benediktsson

4. apríl 2021 08:00

Deildu með vinum þínum