Í byrjun mars setja börn í fermingarfræðslu Lágafellssóknar og víða um land söfnunarmiða inn um póstlúgur í íbúðarhúsum í stað þess að banka upp á með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar eins og venjulega.

Fermingarbörnin í hverfinu gefa þannig af tíma sínum og þau fá tækifæri til að láta gott af sér leiða þrátt fyrir heimsfaraldur.
Þú getur lagt þitt af mörkum í hjálparstarfi með stöku framlagi á eftirfarandi hátt:
-Þú getur lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning númer 0334-26-50886, kennitala: 450670-0499
-Þú getur hringt í söfnunarsíma 907 2003
og greitt 2500 krónur með næsta símreikningi.
-Þú getur Aurað í 123-5284400
og gefið upphæð að eigin vali til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
-Þú getur stutt starfið með því að greiða upphæð að eigin val með greiðslukorti á heimasíðu hjálparstarfsins, www.hjalparstarfkirkjunnar.is
Með bestu þökkum fyrir að taka börnunum vel ❤

Nánari upplýsingar í facebook viðburðinum með því að smella HÉR.

Og einnig er hér í spilaranum nett upplýsingamyndband um starf hjálparstarfsins.

Bogi Benediktsson

2. mars 2021 12:44

Deildu með vinum þínum