Æskulýðsstarfið í Lágafellssókn verður þangað til annað kemur í ljós, rafrænt með ýmsum hætti.

Æskulýðsfélagið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk)
Hefst að nýju þriðjudaginn 19. janúar kl. 20 á Zoom. Við sendum ykkur link á Zoom fundinn með sms-i. Þau ykkar sem viljið taka þátt geta sent okkur skilaboð Lágafellskirkja á facebook, instagram eða á Boga æskulýðsfulltrúa: bogi@lagafellskirkja.is til að fá link á Zoom fundinn!

Á dagskránni verður t.d.: Among us, leikir (flippaðir fjarfundaleikir + í tölvu), spjall og margt fleira í samráði við unglingana.

Umsjón með æskulýðsstarfinu hefur Bogi, Hákon Darri og Petrína. Og allir hressir unglingar í 8. – 10. bekk eru velkomnir!

Sunnudagaskólinn ávallt kl. 13
Verður á sínum stað, alla sunnudaga kl. 13 en í rafrænu formi á heimasíðunni og facebook. Vegna faraldursins er ekki mögulegt að koma saman í Lágafellskirkju og þess vegna mun sunnudagaskólinn birtast okkar á veraldarvefnum. Bæði verður sunnudagaskólinn frá okkur og öðrum vinakirkjum Þjóðkirkjunnar.

Fylgist endilega með… heima í stofu eða hvar sem er.

Bogi Benediktsson

12. janúar 2021 09:52

Deildu með vinum þínum