Aftansöngur á aðfangadegi jóla kl. 18
Streymt á heimasíðu og facebook síðu Lágafellssóknar
24. desember 2020

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vokal Kvartett syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng.

Umsjón með upptöku og eftirvinnslu hafði Þorvaldur Goði Valdimarsson.

Gleðileg jól og hafið það gott um hátíðarnar.

Vegna faraldursins verður helgihald í Lágafellssókn með öðrum hætti en guðsþjónustur á jólanótt, jóladag og milli jól og nýárs falla því miður niður í ár. Þess í stað verður aftansöng á aðfangadegi kl. 18 og gamlársdegi kl. 17 sendur út rafrænt hér á heimasíðu og facebook. 

Bogi Benediktsson

23. desember 2020 10:22

Deildu með vinum þínum