Dagana 25. nóvember – 10. desember eru tileinkaðir alþjóðlegu átaki gegn kynbundu ofbeldi sem kallast ,,Roðagyllum heiminn“. Þá eru allir, stórir sem smáir, fyrirtæki og einstaklingar, hvattir til þess að taka þátt í þessu átaki með því að klæða byggingar – eða bara sjálfan sig í appelsínugulu til að vekja athygli á þessu átaki. Á Íslandi hafa Soroptismaklúbbar um allt land vakið athygli á verkefninu. Og kannski eins og glöggvir hafa tekið eftir, þá mættu góðir fulltrúar frá Soroptismaklúbbi Mosfellsveitar í vikunni og settu appelsínugular filmur á ljóskastarana við bæði Lágafells- og Mosfellskirkju. Með þessu vill Lágafellssókn sýna stuðning sinn í verki og hvetja til átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Bogi Benediktsson

27. nóvember 2020 10:43

Deildu með vinum þínum