Vonandi getum við hist fljótlega aftur í kirkjunum okkar en næstkomandi sunnudag, 22. nóvember, mun birtast prédikunartexti eftir sr. Sigurð Rúnar HÉR og sunnudagaskólinn verður í boði Vídalínskirkju kl. 13 á facebook. Seinna sama kvöld kl. 20 mun birtast í rafrænu formi hér fyrir neðan söngkveðja þar sem Þórður Sigurðsson, organisti syngur sálm Matthíasar Jochumssonar, Ver hjá mér herra. Lagið er eftir William Henry Monk.

Njótið og farið vel með hvert annað.

Bogi Benediktsson

20. nóvember 2020 16:42

Deildu með vinum þínum