Það er okkur hér í Lágafellssókn sönn ánægja að tilkynna að nýr æskulýðsfulltrúi hefur verið ráðinn til starfaHann heitir Bogi Benediktsson og tók við starfinu 1. september.

Bogi Benediktsson er 31 ára gamall/ungur, giftur, á tvö börn og búsettur í Kópavogi. Hann hefur starfað lengi við barna- og æskulýðsstörf hjá Þjóðkirkjunni og KFUM&K, bæði við sumarbúðir á sumrin, fermingarnámskeið í Vatnaskógi og sumarbúðunum við Eiðavatn, sunnudagaskóla, TTT hópa, unglingastörf hjá ýmsum kirkjum. Hann hefur setið fjölda af námskeiðum er snúa að æskulýðsmálum bæði erlendis og innanlands og hefur gaman að vinna með ungu fólkiSíðustu 5 ár hefur Bogi starfað sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju en hefur samhliða því tekið að sér ýmis verkefni í æskulýðsstörfum og hefur meðal annars setið í stjórn Kristilegu Skólahreyfingarinnar (KSH) og verið í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju þar sem hann bjó áður.  

Í starfi sínu sem æskulýðsfulltrúi mun hann hafa yfirumsjón með sunnudagaskólanum í Lágafellskirkju kl. 13 á sunnudögum og æskulýðsstarfinu ósoM fyrir unglinga í 8. – 10. bekk sem verður á þriðjudögum kl. 20 í safnaðarheimilinu í veturEinnig mun Bogi koma til með að hafa umsjón með kirkjugörðum Lágafellssóknar, vinna í heimasíðu og samfélagsmiðlum.  

Við bjóðum Boga hjartanlega velkominn!
 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

4. september 2020 14:20

Deildu með vinum þínum