Lágafellssókn tekur þátt í Keltneskri guðsþjónustu á samstarfssvæði Reynivalla og Lágafellsprestakalls  með Sögufélaginu Steina

Helgihaldið verður við keltneska útialtarið á Kjalarnesi, nk. sunnudag 28. júní kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn prestur sjá um helgihald. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffi og veitingar verða í boði Sögufélagsins. Ath.altarið er í landi Esjubergs og afleggjarinn er merktur “Kerhólakambur”, þar sem gönguleið er á Esjuna.

Verið velkomin!

Útialtarið á Esjubergi á Kjalarnesi er reist til minningar um fyrstu kirkju á Íslandi, að talið er, og getið er um í miðaldaheimildum. Þar segir að Örlygur Hrappsson, landnámsmaður, hafi látið reisa kirkjuna um árið 900 og helgað Guði og írska ábótanum og dýrlingnum Kolumkilla.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. júní 2020 12:44

Deildu með vinum þínum