
Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju á konudaginn, 23. febrúar kl. 11:00. Að þessu sinni er það sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós sem þjónar fyrir altari. Með henni verður organisti Reynivallaprestakalls, Guðmundur Ómar Óskarsson sem leiðir Kirkjukór Lágafellssóknar í söng. Meðhjálpari er Bryndís Böðvarsdóttir. Verið öll hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00, sem á 131 árs afmæli þennan dag. Berglind æskulýðsfulltrúi, Þórður organisti og Petrína taka vel á móti börnum og foreldrum þeirra þar.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
19. febrúar 2020 10:45