Aðventukvöld Lágafellssóknar verður haldið sunnudaginn 8. desember næstkomandi kl 20:00. Ræðumaður kvöldsins er Einar Már Guðmundsson, skáld. Kveikt verður á aðventukransinum og kirkjukór Lágafellskirkju syngur fallega jólamúsík undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð. Allir hjartanlega velkomnir!