Reg og Andreas er tvíeyki frá Danmörku sem ferðast um þessar mundir um kirkjur landsins með fádæma skemmtilegt jólaprógram þar sem þeir syngja og spila jólatónlist af mikilli snilld. Þeir hafa spilað í öllum Norðurlöndunum sem og Færeyjum og Kanada við mikinn fögnuð.

Þeir ætla að koma við í Lágafellskirkju þann 25. nóvember næstkomandi kl 20:00. Seldir verða miðar við innganginn. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Miðaverð aðeins 2.500kr

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. nóvember 2019 12:39

Deildu með vinum þínum