
Sóknarnefnd Lágafellssóknar auglýsir lausa 50% stöðu rekstrarstjóra.
Starfssvið: Daglegur rekstur sóknarinnar eftir nánari lýsingu, þ.m.t. bókhald.
Kostur er að viðkomandi sé viðurkenndur bókari eða með reynslu í færslu bókhalds og launaútreiknings í DK. Einnig að viðkomandi þekki til safnaðarstarfs.
Vinnutími er frá mánudegi til föstudags kl. 9-13 auk mögulega tilfallandi starfa. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Nánari upplýsingar veita: Ida Hildur Fenger rekstrarstjóri Lágafellssóknar (ida@lagafellskirkja.is) og
Rafn Jónsson (rafn.jonsson@gmail.com) formaður sóknarnefndar
Umsóknarfrestur er til 29. nóvember og miðað við að viðkomandi hefji störf 1. desember eða eftir samkomulagi.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
22. nóvember 2019 11:33