Þriðjudaginn 5. nóvember kl 18 – 21 safna fermingarbörn í Lágafellssókn fyrir vatnsverkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að í Eþíópíu og Uganda í Afríku. Fermingarbörnin koma í safnaðarheimilið kl 18:00, velja sér götur, fá merkta, innsiglaða bauka og leiðbeiningar um söfnunina. Söfnuninni lýkur um 21:00 og bíða barnanna veitingar þegar þau hafa lokið við að safna.  Fermingarbörn Lágafellssóknar hafa í fjölmörg ár lagt sitt af mörkum til þessa verkefnis og á hverju ári safnað fyrir brunnum í Afríku. Við hvetjum Mosfellinga til að taka vel á móti fermingarbörnunum og leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga málefnis.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

1. nóvember 2019 13:24

Deildu með vinum þínum