Sunnudaginn 15. september verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Þar fögnum við degi íslenskrar náttúru sem hefur verið haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert frá árinu 2010. Þessi þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð er líka dagur Díakonínunnar, kærleiksþjónustunnar í kirkjunum landsins. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur fyrir og með söfnuðinum lofgjörð til Guðs og íslenskrar náttúru. Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson organisti sem sinnir afleysingum í söfnuðinum næstu mánuði. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Hildur Salvör Backman er meðhjálpari. Verið öll velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. september 2019 11:01

Deildu með vinum þínum