Hefð er fyrir því hjá okkur í Lágafellssókn að hafa guðsþjónustu síðasta sunnudags hvers mánaðar í Mosfellskirkju. Í samræmi við þá hefð verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00. Þetta er jafnframt fyrsta guðsþjónustan sem kirkjukórinn tekur þátt í eftir sumarfrí. Organisti safnaðarins, Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina og sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

21. ágúst 2019 12:03

Deildu með vinum þínum