Heilunarguðsþjónustur hafa verið í Lágafellskirkju í allmörg ár. Nú verður heilunarguðsþjónusta 23. maí kl. 20:00 í Lágafellskirkju. Guðsþjónusturnar eru með heilunarívafi, fallegri tónlist og gefa þeim sem koma einstakt tækifæri til að leyta inná við. Sr. Arndís Linn leiðir helgihaldið, Svava Ingólfsdóttir syngur og Þórður Sigurðarson organisti leiðir tónlistina. Þá taka heilarar þátt í athöfninni undir stjórn Vigdísar Steinþórsdóttur. Í athöfninni býðst kirkjugestum að þiggja heilun. Hvernig væri að koma og taka þátt og upplifa andlega næringu í Lágafellskirkju?

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. maí 2019 14:10

Deildu með vinum þínum