Á Skírdag, 18. apríl kl. 10:30 fermast 19 börn í Lágafellskirkju. Að venju leiða báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn athöfnina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Jón Magnús Jónsson syngur einsöng. Meðhjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir.