Sunnudaginn 7. apríl rennur upp þriðji fermingardagurinn hjá okkur í Lágafellssókn. Þá verður fermt í báðum kirkjum sóknarinnar. Fyrri athöfnin er kl. 10:30 í Lágafellskirkju og sú síðari er í Mosfellskirkju kl. 13:30. Báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn þjóna, Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Þá mun Emma Íren Egilsdóttir syngja einsöng. Að þessu sinni fermast 16 börn í Lágafellskirkju og 6 börn í Mosfellskirkju.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. apríl 2019 10:25

Deildu með vinum þínum