Þá er komið að fyrstu fermingunum hjá okkur í Lágafellskirkju. Sunnudaginn 24. mars verða tvær fermingarathafnir í Lágafellskirkju þar sem 25 ungmenni játast Jesú Kristi. Athafnirnar eru kl. 10:30 og 13:30. Báðir prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

Sunnudagskólinn verður fluttur í Safnaðarheimili Lágafellssóknar næstu tvo sunnudaga. Þar verður hann á annarri hæð á sama tíma og venjulega, kl. 13:00. Umsjón hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. mars 2019 14:57

Deildu með vinum þínum