Fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukransinum, barn verður skírt og sungnir verða hugljúfir söngvar aðventunnar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og prédikar. Meðhjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

27. nóvember 2018 15:34

Deildu með vinum þínum