Lágafellssókn býður nú sérsniðið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stelpur á aldrinum 15 – 17 ára.  Námskeiðið er haldið 5.nóvember – 3.desember í safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3 á 2.hæð.
Námskeiðið fer fram á mánudögum, kl. 19:30-20:45 í 5 skipti og verðið er 5.000.-  Í fyrsta tíma er tekin fyrir Sjálfsmynd, Líkamsmynd, Fyrirmyndir og Vinahópurinn. Annar tími fjallar um Tilfinningar,  Hugleiðslu, slökun og trú. Í þriðja tíma er rætt um Sjálfstraust,  Jákvæðni og Þakklæti. Fjórði tími fer í að velta fyrir sér  Hvernig hugsa ég vel um sjálfan mig ? , Ánægja í lífinu og Samskipti. Að lokum er tekin fyrir Framsögn
hugað að þægindarammanum, framtíðarplönum, áætlunum og markmiðum.  Skráning fer fram með því að senda fullt nafn og fæðingarár þess sem sækir námskeiðið auk kennitölu og nafns greiðanda.  á netfangið rut@lagafellsskoli.is. Þar má einnig fá nánari upplýsingar.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

1. nóvember 2018 10:34

Deildu með vinum þínum