Kvöldmessa verður í Lágafellskirkju sunnudagskvöldið 7. okótber kl. 20:00. Í messuna fáum við í heimsókn ungt fólk frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Þau heita  Douglas og Trudy og starfa fyrir samstarfsaðila hjálparstarfsins. Annar gestur verður er Unnsteinn Manuel sem syngur frumsamin lög í bland við dægurlaga perlur og íslensk þjóðlög. Þórður Sigurðarson organisti hefur umsjón með tónlistinni og Sr. Arndís Linn leiðir athöfnina.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. október 2018 13:04

Deildu með vinum þínum