Nú er TTT starf kirkjunar að fara af stað og fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 13. September.  Fundirnir verða á fimmtudögum milli kl. 17.00-18.00, í Safnaðarheimili Lágafellskirkju að Þverholti 3. Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára eru velkomnir.
Starfið gengur út frá því að kenna krökkum helstu biblíusögurnar og þætti kristinnar trúar. Virðing, vinátta og fjölbreytileiki eru mikilvæg gildi í okkar starfi. Þá er auðvitað lögð áhersla á að krökkunum líði vel í kirkjunni.
Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt og ættu allir að finna sig velkomna. Það sem er m.a. á dagskrá eru leikir, spil, föndur, fræðsla, ball og margt fleira.
Nánari dagskrá verður send til foreldra þeirra barna sem kjósa að taka þátt.
Umsjón með starfinu hafa Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrú, Sóley Adda og Petrína Inga. Frekari upplýsingar má fá hjá bella@lagafellskirkja.is
Beðið er um leyfi hér fyrir neðan að birta myndir af börnunum á facebook síðu og heimasíðu kirkjunnar. Hægt er að draga leyfið til baka með því að senda tölvupóst.

Skráning fer fram hér : https://goo.gl/forms/C0GWxR8B8gncmBXv1

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

12. september 2018 12:36

Deildu með vinum þínum