í Kvöld , 25. mars kl. 20 verður íhugunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Íhugunarguðsþjónustur hafa verið haldnar reglulega í vetur víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í sjöunda sinn. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. Verið velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

25. mars 2018 15:31

Deildu með vinum þínum