Barna og unglingastarf kirkjunar byrjar aftur í þessari viku eftir gott jólafrí. Skemmtilegir og spennandi dagar framundan!

Kirkjukrakkar fyrir 6-9 ára börn í Lágafellsskóla er á föstudögum frá 13:20 til 13:55 og í Varmárskóla á föstudögum frá 14:10 til 14:45.
Skráning í Kirkjukrakka á gauji@lagafellskirkja.is (taka þarf fram nafn þáttakanda og í hvaða skóla viðkomandi er).

TTT, stendur fyrir Tíu Til Tólf ára krakka sem verður á fimmtudögum frá 17:00 til 18:00.
Við ætlum okkur að fara á einnar nætur mót hjá ÆSKR í Kaldárseli um miðjan mars sem verður mjög gaman og mikið fjör. (einnig skráning á Gauji@lagafellskirkja.is taka fram „skráning í TTT“, nafn þátttakanda og símanúmer hjá foreldri)

Æskulýðsstarfið okkar sem er fyrir 8-10 bekk er síðan frá 20:00 til 21:30 á fimmtudagskvöldum.
Við stefnum að því að fara á helgarmót hjá vinum okkar í Kfum&k í Vatnaskógi í febrúar sem er frábært mót samkvæmt þeim sem hafa sótt það.

Allar nánari upplýsingar um barna og æskulýðsstarfið gefur Guðjón Andri æskulýðsleiðtogi á netfanginu gauji@lagafellskirkja.is

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

11. janúar 2018 13:12

Deildu með vinum þínum