Batamessa verður
sunnudaginn 7. janúar kl. 17.00 í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn

Batamessurnar eru upprunnar hér á Íslandi. Í batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öðrum Vinum í bata til sín í messu, sem við köllum batamessu. Batamessurnar eru leið til að styðja við batann, vettvangur fyrir Vini í bata til að koma saman, hvort sem þeir eru búnir að fara sporin eða eru að vinna sporin, ekki síður en að átta sig á þvi að það er fólk víðar heldur en í þeirra kirkju/stað að kljást við sama verkefni.
Batamessur eru þarfur og mikilvægur liður í starfi Vina í bata og markmið þeirra er að styðja/ styrkja 12 spora iðkandann í því að viðhalda batanum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í batamessu. Eftir messuna er boðið upp á létta hressingu, þar sem Vinir í bata geta sest niður og spjallað saman.
Samtals eru um átta batamessur haldnar yfir veturinn í mismunandi kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að finna upplýsingar um batamessurnar
heimasíðu „vinir í bata “ http://www.viniribata.is/

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. janúar 2018 10:54

Deildu með vinum þínum